| Gítargripaforrit búið til af Jim Cranwell
| Íslenskað af Sigga Vídó
| c.a 3,919,104 hljómar
|
Short Cut Capo Praise Worship: Set tuning to Cut, and make sure cuttit is checked your done.
Works on third fret also, just use cut3rd tuning. Checking cuttit is the same as putting the short capo on the second fret... strings 5, 4, 3 = [ 0, 2, 2, 2, 0, 0].
Cut tuning when entered into dropdown changes the tuning into Esus4 = [ E, B, E, A, B, E]
Stilling:
Veldu textaboxið eða smelltu á píluna til að sjá hvaða stillingu á gítar hægt
er að velja, hreyfðu svo músarbendilinn á stillingu sem við á og smelltu á hana.
Ef þú tvísmellir án þess að að færa músarbendilinn, verður textaboxið blátt og
þú getur notað TAB-lykilinn eða örvarnar upp og niður á lyklaborðinu til þess
að breyta valmöguleikum á stillingunni.
Vista | Sýna | Hreinsa | Titill:
Alltaf þegar þú finnur hljóm sem þig líkar við, smelltu þá á "Vista". Smelltu svo á "Sýna"
til að sjá vistaða hljóma og geturðu annaðhvort prentað út síðuna eða vistað hana.
Til þess að byrja upp á nýtt eða að gera nýja síðu.. smelltu á "Hreinsa" og þá
mun síðan endurhalðast og hreinsa út fyrri hljóma. Þú getur breytt hverju sem er
á þess sem þú vistar en það er best að leyfa stillingu á gítar og Rétthent/Örvhent stillingum
að vera það sama á hverri síðu sem vistuð er (annars blandast allt saman).
Hér er sýnishorn á hljómasíðu. Ef þú vilt að
nafnið þitt eða einvher titill sjáist á síðunni smelltu þá á ... titill
Lykill :
Lykill er nafn(stafur) hljómsins, hækkaður(ís #) eða lækkaður(es b) hljómur.
t.d: A = A , Eb = E Lækkaður(Es) , C# = C Hækkað (Cís) Hljómur(grip) : Hljómur getur verið
min = moll , maj = dúr , m7 = moll7und , maj7 = með stórri 7und , 7th = með lítilli 7und (5und lægri) , b5 = lækkuð 5und , 5 = engin 3und 11th = 1, 5, b7, 9, 11
13th = 1, 3, 5, b7, 13
hljómar varla = Ø7 = m7b5
Útgáfur :
Það eru engar myndir af gripum geymdar í þessu forriti. (nema á hjálparsíðu)
Öll gripin er gerð út frá alogaritma. Sumar útgáfurnar af hljómum geta hljómað
vel á meðan að aðrar virka fyrir aðra hljóma.Þannig að þú gætir þurft að prófa margar
útgáfur af hljómi þar til þú finnur þá útgáfu sem þú átt auðvelt með að gera á gítarinn.
Ef að hljómur kemur út og það á ekki að slá á alla strengina (eins og á mynd ). Er samt
hægt að gera hljóminn, en ekki láta strengina merkta X hljóma. Ef að það kemur út grip
sem hefur ekki allar nótur sem eiga að vera í því sýnir myndin XXXXXX sem gæti gerst
sérstaklega með afbrigðilegum stillingum á gítar, en er samt frekar sjaldgæft því að
forritið keyrir sjálfvirkt í gegnum allar útgáfur af gripum og reynir að finna eitthvað.
Ef ekkert gengur reyndu þá að breyta stillingum og þá ætti það að ganga.
Band(fret) :
Þegar hljómur er sýndur í opinni(open) útgáfu er bilið
efst á myndinni ekki með punkt á streng, ef einhver strengur er
í þessari stöðu á að slá hann lausan(opinn).Þegar þú velur hærra band(fret)
mun efsta bilið verða valið band(fret) staðsetning og mun það þá vera með
punkt á streng.Sýnidæmið hér til hliðar er opinn E, sýnidæmið hér til
hægri er sjöund hljómur tekinn á hvaða bandi ofar en opinn.
Opinn :
"Finnur opna(lausa) strengi" þegar þessi möguleiki er valin (hakað í) bætir forritið
við opnum (lausum) strengjum ( ef það er hægt ) við hljóminn sama á hvaða bandi þú vilt
að hljómurinn sé gerður, þetta getur oft gefið hljómum frábæran tón. Efst á myndinni er
samt enn bandið (hvar á hálsi) sem þú valdir en strengirnir sem sýna opinn hring og bláan
streng á að hafa opna(lausa). Sýnidæmið hér til vinstri er t,d "A" hljómur á fimmta bandi
með "A" strenginn og háa "E" spilaða opna(lausa).
Teygja :
Teygja er fjarlægðin sem hljómurinn má fara frá bandinu (fret) sem valið var.
Q3: Þýðir t.d að í opnu eða á hvaða bandi sem er mun hljómurinn sem forritð sýnir
ekki sýna hljóm sem þarf að fara meira en þremur (3) böndum frá bandinu sem þú valdir.
Q6: Sýnir mjög stór sex banda grip, sem stundum er ekki hægt að ná.
Stilling :
Stilling breytir stillingunni á gítarnum sem gerir þér auðvelt fyrir að nota hljóma
í afbrigðilegum gítarstillingum.
EADGBE ... Eðlileg stilling.
EBEG#BE ... Opið E.
EAEAC#E ... Opið A.
EADF#BE ... Lútu stilling.
EADGCF ... Blús stilling.
DADGAD ... Jimmy Page stilling.
DGCGCD ... Rain Song Stilling.
DADF#AD ... Opið D
DADGBE ... Drop D
DGDGBD ... Opið G
DADACD ... Top Jimmy
CGCGAE ... C 6und
FADGBE ... Jewel ...djúpi E hækkað í F.
GBbDGBbD... G moll stilling
Rétthent :
Ef þú er rétthentur gítarleikari leyfirðu stillingunum að vera á Rétthent.
Ef þú ert Örvhentur velur þú í fellilistanum örvhvent og forritið snýr við
hvernig slegið er á gítarinn, snýr þannig öllum gripum og stillingum á gítar
við.
Fjöldi hljóma : 3,919,104 Það eru 12 gerðir af nótum, 27 hljómar, 12 bönd í forritinu
...laus (opinn)upp í 11 (ellefta) band(12 band er það sama og opinn/laus nema að þú
sért með stillt á opinn... þetta er samtals 7,838,208 hljómar.
4 teygjur, 9 útgáfur hægt að gera bæði fyrir örvhenta og rétthenta
og svo 14 gerðir af gítarstillingum ef þetta er svo margfaldað saman gerir það
12 x 27 x 12 x 4 x 9 x 2 x 14 = 3,919,104 hljómagerðir